Spurningar og svör

Get ég látið senda pöntunina mína til útlanda?

Já, við sendum pantarnir úr vefversluninni okkar út um allan heim. Vinsamlegast skoðaðu verð og sendingaskilmála betur hér.

Hvað tekur langan tíma að fá pöntunina?

Við afgreiðum pantanir að jafnaði innan tveggja virkra daga og sjálf sendingin getur tekið allt að þrjá daga svo gott er að miða við 2-5 virka daga. Ef þér liggur á pöntuninni getur þú beðið um hraðþjónustu eða komið til okkar og sótt vöruna. 

Hér er hægt að lesa meira um afhendingartíma og sendingarmöguleika. 

Get ég skilað?

Við bjóðum upp á 14 daga skilafrest og fulla endurgreiðslu á því tímabili. Við endurgreiðum ekki póstburðargjöld og þú sérð um að koma vörunni til baka til okkar hvort sem hún er send eða komið er með hana.

Nánari upplýsingar um skilarétt þinn finnur þú hér.

Get ég rakið sendinguna mína?

Já! Inni á „þínu svæði“ á heimasíðunni okkar birtist sendingarnúmer þegar sendingin þín er komin í ferli hjá póstinum. Þú getur svo notað þetta sendinganúmer til að rekja sendinguna þína inni á heimasíðu póstsins.

Get ég breytt eða hætt við pöntunina mína?

Þú getur hætt við pöntunina þína en vinsamlegast hafðu samband eins fljótt og auðið er. Við endurgreiðum þér þá vöruna en ef það er þegar búið að póstleggja hana þá endurgreiðum við ekki póstburðargjöld.

Því miður er ekki hægt að breyta pöntuninni þinni ef hún er komin í ferli. Þú getur hinsvegar alltaf skilað og pantað aftur. 

Varan sem ég fékk er gölluð! Hvað geri ég?

Æj nei! Vinsamlegast hafðu strax samband við help@tulipop.com og við leysum málið! 

Hvernig fæ ég heildsöluaðgang?

Ef þú vilt kaupa Tulipop vörur beint af síðunni okkar til endursölu í búðinni þinni, skaltu hafa samband við wholesale@tulipop.com og við græjum aðgang fyrir þig.